K.I.S.A

K.I.S.A

Thursday, April 11, 2013

Creative: hárskraut

Þar sem ég á nánast aldrei pening reyni ég oft að búa til eitthvað sjálf, sem tekst reyndar mjöööög sjaldan. Mig langaði svo í eitthvað fallegt hárskraut og mundi eftir að vinkona mín hafði búið til hárband úr sokkabuxum. Ég varð að prófa þetta og þetta gekk nú bara ágætlega. En svo var mamma að taka til í skápnum sínum og fann gamlan gallajakka og þá hugsaði ég að það væri nú flott að búa til gallahárband. Það var reyndar einn galli að gallaefni teygist ekki en ég dó nú ekki ráðalaus og fann eldgamla og ryðgaða spöng og einhvernveginn tókst mér að búa til spöng með gallafléttu. Hún tókst nú bara vel upp og ég ákvað að deila með ykkur hvernig ég fór að því og vona að fleiri geti sparað nokkrar krónur með því að nota eitthvað gamalt og gott sem þeir geta fundið heima hjá sér :)

Fyrst er það hárbandið
Þið þurfið gamlar sokkabuxur, tvinna, nál og skæri.
 Klippið þrjár jafnlangar lengjur, allt í lagi þótt þetta sé illa klippt
 Setjið endana ofan á hvern annan.
 Krumpið endana saman og saumið.
Þetta á að líta sirka svona út
 Svo fléttið þið alla leið niður.
 Saumið endana saman, passið samt að mæla áður en þið saumið þannig að hárbandið passi örugglega á ykkur
 Voila, þið eruð komin með eitt stykki hárband

Svo er það spöngin
Þið getið notað gamlan gallajakka, vesti eða gallabuxur.
 Þegar ég gerði spöngina byrjaði ég alveg eins og með hárbandið, ég klippti gallaefni og fléttaði saman.
 Svo tók ég gamla mjóa járnspöng og þræddi í gegnum fléttuna og reyndi að láta sjást sem minnst í spöngina.
Svo saumaði ég enda þannig að fléttan myndi ekki rakna upp.

 Svona lítur þetta út þegar maður er búin að setja þetta á sig
-Arney

Sunday, April 7, 2013

Ballerínu laugardagur

Nú fer að styttast í vorsýninu hjá mér og æfingar alveg á fullu! Ég tók með mér myndavélina á æfingu á laugardaginn og tók nokkrar myndir

 Klassíski Listdansskólinn
Táskórnir
Fékk Sólbjörtu til að taka nokkur spor fyrir migBloch point shoes
Eitt af því sem við stelpurnar gerum eiginlega alltaf eftir æfingu, reynum að koma blóðinu úr fótunum :)Prinsessu kjólarnir

-Arney

Saturday, April 6, 2013

Miðbæjarrottur

Við vinkonurnar skelltum okkur í bæinn og gripum tækifærið og tókum nokkrar myndir.Sæta Katlan mínNjótið helgarinnar! 

Stella x

Tuesday, April 2, 2013

Páskar
Fancy ferming


Vesturbæjarísferð með stelpunum


Hneta á leið í pössun til Stellu

Bretti á Ísafirði

Við systkinin prófuðum líka gönguskíði

Gaman hjá Stellu og Hnetu


Fallegt


Hambó á HúsinuMugison á Aldrei fór ég suður


Saffran með Ingunni, Arney og Stellu-Katla